Námskeið sem gefur þér verkfæri til að styrkja andlega- og líkamlega vellíðan.

Kenndar verða aðferðir til að

  • Dýpka öndun
  • Hugleiðsluæfingar
  • Grunnatriði í sjálfsdáleiðslu.
  • Þjálfa upp innra samtal og innsæi
  • Styrkja sjálfsmynd sína

Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og depurð og koma í veg fyrir bólgur í líkamanum.

Grunn öndun byrjar oft á barnsaldri og má m.a. rekja til neikvæðs áreitis eða áfalla. Þegar öndunin er grunn, myndast spenna sem veldur þreytu og veikir ónæmiskerfið. 

Þegar við öndum erum við ekki bara að draga súrefni inn í líkamann, heldur líka að nudda líffærin, veita þeim vellíðan og slökun og hjálpa þeim að viðhalda hreinsunarstarfi sínu.

Það er þess virði að tileinka sér aðferðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu og læra að vera sinn eigin leiðbeinandi.

Námskeiðið verður þrjú skipti og í 1,5 tíma í senn einu sinni í viku. Efni verður dreift  til að vinna í á milli tíma. Boðið verður upp á framhald fyrir þá sem vilja og fara þá dýpra í alla vinnu eftir námskeiðið.

Hámark 6 manns í hóp og kennt verður á mánudögum frá kl. 17.00 – 18.30. Fyrsti tími er mánudaginn 28.október.

Námskeiðsgjald er 20.000 kr.

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir Fjölskyldufræðingur leiðir námskeiðið.

 


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is