Að hreynsa og endurhlaða sig

Þessi æfing er góð til að hreinsa óæskilegar tilfinningar, þreytu og endurhlaða orkuna sína.

Hægt er að búa til sína eigin æfingu út frá uppáhalds stað sem þú átt úti í náttúrunni og finnst róandi og gott að vera á.

Þegar ég nota þessa æfingu, nota ég hana svona

Ég ímynda mér að ég gangi eftir stíg og beggja megin við mig eru lágar trjágreinar, ég finn ilminn af gróðri á göngu minni og heyri í fuglum þar sem ég geng eftir stígnum. Við enda stígsins er tjörn (eins hægt að ímynda sér læk og nettan foss upp frá læknum) og geng ég að henni. Ég fer úr skóm, sokkum og fötunum. Þar sem ég stend við bakkann finn ég  grasstráin undir ilinni og þegar ég dýf fótunum í tjörnina, finn ég svalann af vatninu.

Ég geng eftir grunnum tjarnarbotninum  að litlum fossi við enda hennar, þar sem ég geng finn ég steinvölurnar undir fótunum og svalan frá vatninu hríslast upp eftir líkamanum.  

Þegar ég kem að litlum og nettum fossinum sem fellur niður úr berginu svo tær og fallegur, fer ég undir hann og finn kalt og svalandi vatnið fossa þægilega á höfuð mitt, niður eftir andlitinu, hálsinum og niður eftir líkamanum.

Ég leyfi mér að finna hvernig kalt og svalandi vatnið fossast svo létt og þægilega á höfuð mitt og niður eftir líkaman mínum. Ég ímynda mér að það fari inn í höfuðið og þvoi burtu allar áhyggjur, allar hugsanir sem ég þarf að losna við og hvernig þær skolast burtu. Hvernig ég hreinsast bæði að innan og utan. Við það finn ég hvernig ég losna við allt það sem plagar mig og hvernig ég verð endurnærð og finn hvernig  frelsistilfinning og gleði flæða um líkama minn og huga.

Þegar ég er tilbúin til geng ég til baka, sömu leið og þar sem ég geng til baka finn ég steinvölurnar undir fótum mér og sólina sem skín á líkama minn og hvernig hún þerrar húð og hár.

Þegar upp á bakkan er komið, skaltu opna faðminn, fagna sólinni og hleypa henni inn í huga þinn og líkama og leyfa henni að endurnæra þig. Gefðu þér tíma að finna hitann frá sólinni og hvernig líkami þinn verður heitur, mjúkur og frískur. Finndu hvernig þú styrkist, upplifðu að þú er heil, frísk og svo tilbúin að taka á móti gleði, kærleika og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Þessa æfingu getur þú gripið í hvenær sem þú þarft og vilt endurnæra þig og fríska upp.

Eins er hægt að ímynda sig ganga eftir strönd, finna svalann frá sjónum leika um sig, finna fyrir sólinni á andliti og líkama og sandinum undir fótunum. Leyfa sér að ganga í sjóinn og finna svalann af honum leika um sig, dýfa sig aðeins ofan í hann og hreinsa sig, stíga upp og finna hvernig sólin og léttur andblærinn á ströndinni þurrkar andlit og líkama og hvernig maður endurnærist allur.

Mikilvægt er í þessari æfingu að gefa sér tíma, finna fyrir snertingu, lykt, hljóðum í náttúrunni. Eftir því sem þú gefur þér meiri tíma að upplifa, því kröftugri er æfingin.

Gangi þér vel.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is