Heilandi ljós

Sittu, eða liggðu út af, eftir því hvað þér finnst betra. Byrjaðu á því að anda djúpt að þér og rólega frá þér og finna hvernig öll spenna fer úr líkamanum. Síðan skaltu anda rólaga og slaka vel á. Gefðu þér tíma og leyfðu þér að slaka betur og betur á.

Þegar þú finnur að þú hefur slakað á, skaltu ímyndaðu þér bjart, hlýtt, hvítt ljós við hjartastöðina sem stækkar við hverja útöndun og dreifir sig út í allan líkamann, þar til það nær yfir þig alla og út fyrir líkama þinn. Upplifðu og finndu hvernig þetta hvíta mikla ljós, umvefur þig hlýju og kærleika. Upplifðu og gefðu þér tíma að finna þennan kærleika og læknandi mátt ljóssins á líkama þínum og huga. Leyfðu ljósinu að flæða út fyrir þig og ná til  umhverfis þíns og til þeirra sem eru í kringum þig.

Meðan þú ert umvafin ljósinu, leyfðu þér að finna fyrir þakklæti að vera partur af almættinu, þessari miklu orku sem er alls staðar í umhverfinu og í kringum okkur og hvernig þú ert hluti af henni og því jafnvægi sem ríkir í almættinu. Leyfðu þér að upplifa hvað kærleikur og vellíðan getur haft mikið að segja og hve læknandi þetta jafnvægi er fyrir þig og umhverfi þitt.

Leyfðu þér að slaka á og upplifa og finna fyrir þessum jákvæða krafti og segðu við sjálfa þig það sem þú vilt fyrir þig og endurtaktu það í huganum eins og t.d.

„Ég er opin fyrir læknandi kærleika almættisins og leyfi honum að streyma um mig og frá mér til umhverfisins“ „ Ég slaka á og tek á móti fegurð og kærleika“ „Ég veit að kærleikur og  jafnvægi virkja skapandi eiginleika mína og hjálpa mér að njóta mín“. „Ég hleypi kærleika og gleði inn í líf mitt“.

Þegar þú ert tilbúin þakkar þú fyrir þessa upplifun og að vera partur af skapandi krafti almættisins og leyfðu þér að upplifa hvað það er gott að gefa eftir og vera partur af svo miklu, miklu meira og eiga þess kost að vera umvafin hinni miklu orku alheimsins sem fóstrar allt líf.

 


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is