Langvarandi sjúkdómar hafa áhrif á alla í fjölskyldunni

Sjúkdómar og hamlandi eiginleikar sem fylgja geta valdið streitu, vanmátt og þunglyndi, ekki bara hjá þeim sem glímir við afleiðingar langvarandi sjúkdóms, heldur einnig hjá fjölskyldumeðlimum. Það er svo margt sem breytist þegar foreldri og eða maki hættir á besta aldri að geta verið eins virkur og hann var áður.

Það getur reynt á allan tilfinningaskalann og sveiflað aðstandendum frá pirringi til vanmáttar,  samkenndar og samviskubits.

Möguleikar og draumar um hvað átti að byggja upp saman, njóta, ferðast geta fjarað út eða þannig upplifa margir aðstandendur stöðuna. Tilfinningin fyrir uppgjöf getur ef ekki er að gáð, ýtt undir einangrun og einmannaleika sem er engum til gagns.

Í dag hefur verið sýnt fram á að langvarandi vanmáttur og streita ýta undir sjúkdóma, því er mikilvægt að opna fyrir samtalið og skoða hlutina í víðu samhengi.  Fá upplýsingar um þann stuðning sem í boði er og hvað aðrir hafa tileinkað sér í svipaðri stöðu

Hægt er að panta ráðgjöf í síma 820-5768 og eða á netfangið gunnhildur@vinun.is


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is