Félagslegur stuðningur heim
Félagsleg heimaþjónusta getur gert mikið gagn og bætt andlega og félagslega líðan.
Stuðningur heim á að vera jafn sjálfsagður og fá sér leigubíl til að komast á milli staða.
Með því að fá aðstoð heim er verið að veita persónulegan og styðjandi stuðning. Rannsóknir sína að það eflir andlega og líkamlega heilsu að geta gengið að öruggum stuðningi og fengið aðstoð við hæfi.
Aðstoð við hæfi felur í sér aðstoð bæði innan heimilis og utan eins og aðstoð við eldamennskuna, verslunarferðir og gönguferðir.
Að fá aðstoð við eldamennsku heima getur skipt miklu máli, fæða hefur áhrif á heilsuna og allt of mikið er um það að eldra fólk borði ekki rétt samsetta fæðu og fái ekki þá næringu eða trefjar sem nauðsynlegar eru til að viðhalda góðri þarmastarsemi.
Ef starfsemi þarmanna er ekki góð, versnar heilsan. Það er þess vegna vel þess virði að hlúa að sjálfum sér og njóta þess að búa við góða þjónustu og öryggi. Hreyfing úti í formi gönguferða er gulls ígildi sem bætir og kætir.
Prófaðu þjónustu okkar og hafðu samband við ráðgjafa í síma 578-9800
Við tökum tillit til erfiðra aðstæðna og ekki er farið á milli einstaklinga.
Til að gefa hugmynd um verð þá eru tveir tímar í dagvinnu á; 12.000 kr.