Að fá matinn eldaðan heima

Við hjá Vinun höfum verið að fara heim til eldra fólks og elda fyrir það á heimilum sínum. Þeir sem hafa verið að fá okkur til sín hafa verið að óska eftir „hollum heimilsmat“.

Þessar ferðir hafa undið upp á sig og sýnt að þær eru eldra fólki mikilvægar. Þegar eldað er heima er hægt að ráða ferðinni um val á hráefni, næringu og fæðan sé þannig samsett að hún hafi jákvæð áhrif á meltingu og  vellíðan.

Þessi stutta eldhússaga segir svo mikið um mikilvægi þess að hlúð sé að matargerðinni. Í síðustu viku þegar ég var að elda fyrir Frú Stínu, kjúklingabringur, grænmeti og sætar kartöflur, kom hún inn í eldhúsið til mín styðjandi sig við göngugrindina sína og sagði brosandi: „lyktin dró mig hingað fram“.  Ég tók lokið af pönnunni til að sína henni hvað var á henni og hún sagði: „ vá hvað þetta lítur vel út, mig hlakkar til að borða“.

Þannig er það einmitt, það er matarlyktin sem hefur áhrif á svengd og við byrjum að borða skynfærunum, nefi og augum. Því skiptir svo miklu máli hvernig matur er framreiddur.

Að fá starfsmann heim til að elda og eiga gott snarl milli ála í ísskápnum, þegar maður finnur til svengdar, veitir vellíðan og bætir heilsu.

 


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is