Dáleiðslumeðferð

Dáleiðsla

Er góð leið til að efla styrkleika og hjálpa til við að gera það besta úr okkur sjálfum. Með dáleiðslu er unnið með undirvitundina handan rökhugsunar og við það tengist viðkomandi betur þeim málum sem hann/hún vill takast á við. Dáleiðsla og samtalsmeðferð saman eru áhrifaríkar leiðir til að takast á við erfiðleika sbr. kvíða, þunglyndi og áföll.

Fjölskyldumeðferð og dáleiðsla fara því vel saman þegar unnið er með einstaklinga í sitt hvoru lagi þar sem dáleiðslan getur hjálpað fólki til að komast í dýpra samband við tilfinningar sínar og ekki síst að upplifa hlutina út frá öðru sjónarhorni.


Dáleiðslumeðferð

Dáleiðslumeðferð er öflug leið til að vinna á togstreitu og innri átökum sem svo allt of oft eru að þvælast fyrir okkur í daglegu lífi og koma í veg fyrir að við séum að njóta lífsins til fulls. Dáleiðslumeðferð gagnast vel í að vinna með bernskar tilfinningar og losa sig undan neikvæðri upplifun á sjálfum sér.

Rekja má ýmiss stoðkerfisvandamál til sálrænna þátta og í þeim tilfellum gagnast dáleiðsla vel, þar sem hún getur styrkt andlega líðan fólks sem hefur svo áhrif á líkamann.  Dáleiðslumeðferð er í dag beitt í ríkara mæli við fólk með þunglyndi, kvíða og streitu.

Dáleiðsla hefur sannað gildi sitt með fólk sem vill hætta að reykja, létta sig, bæta svefn, ná árangri í starfi, námi og íþróttum.

Rannsóknir sýna svo ekki er um að villast að dáleiðsla hefur áhrif á heilann og getur þ.a.l. verið virkjuð á jákvæðan hátt til að takast á við ýmsa kvilla, ná árangri og byggja upp jákvæða sjálfsmynd.

 


Sjálfsdáleiðsla

Að læra sjálfsdáleiðslu er góð leið til að takast á við daglegar aðstæður af jákvæðni og af frumkvæði. Námskeið eru í boði að læra sjálfsdáleiðslu og auglýst sérstaklega. 


Dáleiðsla fyrir börn og unlinga

Dáleiðsla með börn og unglinga er góð leið til að vinna með kvíða, svefnvandamál, félagslega erfiðleika tegdum óörygi, lélegri sjálfsmynd og fl. Dáleiðsla er frábær leið að þjálfa upp einbeitingu, ná árangri í námi og íþróttum.


Vinun ehf

  • Silungakvísl 14
  • 110 Reykjavík
  • Sími 578-9800 & 820-5768

Samfélagsmiðlar

Hafa samband

578-9800
vinun@vinun.is